Vindmyllur Eru viðamiklir vindmyllugarðar það sem koma skal?
Vindmyllur Eru viðamiklir vindmyllugarðar það sem koma skal? — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Þessa dagana er hamrað á bágri stöðu lóna Landsvirkjunar og alið á hræðslu við orkuskort á komandi vetri. Þarna koma fram afleiðingar mótstöðu við virkjanir, sem hefur verið viðhaldið árum saman með kærum og gagnkærum, og lítið verið virkjað.

Svo gerist það allt í einu að Landsvirkjun fær leyfi fyrir vindorkugarði í Búrfellslundi sem eins konar prufuverkefni til að koma vindorkunýtingu af stað.

Síðan er búist við holskeflu af sams konar orkugörðum um allt land og gert ráð fyrir að þar verði mest einkafyrirtæki og líka erlendir aðilar.

Þetta boðar mikla vendingu í orkumálum og er alveg nýtt ef orkumiðlun og virkjanir verða ekki að mestu leyti á forræði ríkisins, fyrir utan alla sjónmengun sem vindorkuskógarnir munu valda.

...