Eftirlitsstofnanir Í samhengi við undirliggjandi starfsemi þá starfar einn við fjármálaeftirlit fyrir hverja 25 starfsmenn í fjármálageiranum.
Eftirlitsstofnanir Í samhengi við undirliggjandi starfsemi þá starfar einn við fjármálaeftirlit fyrir hverja 25 starfsmenn í fjármálageiranum. — Morgunblaðið/Golli

Um 1.600 manns starfa við það sem kalla má sérhæft eftirlit hér á landi, en starfsfólk þeirra stofnana framfylgir afmörkuðum eftirlitsreglum sem beinast að fyrirtækjum og einstaklingum.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á opinberu eftirliti sem birt verður í dag. Þar kemur fram að á Íslandi starfa 3.750 manns hjá 49 opinberum stofnunum sem sinna eftirliti. Tæplega 2.200 manns starfa við eftirlit á borð við löggæslu, tollgæslu og eftirfylgni með greiðslu skatta og gjalda, svonefnt stjórnsýslueftirlit.

...