Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Í síðustu viku undirrituðu ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu samkomulag um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Á næstu tveimur árum munu íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsins alls sjá stórar framkvæmdir fara af stað, framkvæmdir sem munu hafa verulega jákvæð áhrif á samgöngur – og þar með bæta samfélagið á höfuðborgarsvæðinu.

Almenningssamgöngur fyrir okkur öll

Til að mynda er Fossvogsbrú á leið á framkvæmdastig og mun nýtast almenningssamgöngukerfinu á stóru svæði ásamt því að bylta samgöngum fyrir gangandi og hjólandi, og áfram verður unnið að fyrsta áfanga borgarlínu. Á meðan við bíðum eftir að þessi stóru verkefni verði tekin í notkun verður þjónusta strætisvagna efld og tíðni aukin. Það er mikilvægt svo sem flest

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir