Orri Hauksson lætur af störfum sem forstjóri um mánðamót.
Orri Hauksson lætur af störfum sem forstjóri um mánðamót. — Morgunblaðið/Golli

Hagnaður Símans á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam um 244 m.kr., samanborið við tæpar 180 m.kr. á sama tíma í fyrra. Hagnaður Símans á fyrri helmingi ársins nemur því um 415 m.kr. og hefur dregist saman um 10 m.kr. á milli ára.

Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi námu um 6,9 mö.kr. og jukust um rúm 9% á milli ára. Þá hafa tekjurnar aukist um 870 m.kr. sé horft til fyrstu sex mánaða ársins.

Í ársfjórðungsuppgjöri Símans, sem birt var í gær, kemur fram að tekjur af kjarnaþjónustu félagsins (þ.e. farsímaþjónustu, gagnaflutningi og sjónvarpsþjónustu) hafi aukist um rúmlega 5% á milli ára. Eigið fé Símans var rúmir 18 ma.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 46,3%.

Athygli vekur að staða útlána hjá Símanum Pay var um 3,2 ma.kr. í lok júní og hefur aukist um rúmlega 800 m.kr. á milli ára. Þá liggur fyrir samkomulag um að

...