„Það sem gefur mér mikinn innblástur í starfinu er að ég trúi því fastlega að fiskeldi á Íslandi sé komið til að vera,“ segir Hjörtur.
„Það sem gefur mér mikinn innblástur í starfinu er að ég trúi því fastlega að fiskeldi á Íslandi sé komið til að vera,“ segir Hjörtur. — Morgunblaðið/Eggert

Sá mikli gangur sem hefur verið í uppbyggingu á fiskeldi hér á landi hefur vakið nokkra athygli. Fjölmörg störf hafa orðið til í greininni og dæmi er um að einstaklingar eigi að baki langan og góðan feril, líkt og við á í tilviki Hjartar. Hann er 33 ára gamall en hefur starfað hjá Arnarlaxi í mörg ár og unnið sig upp innan fyrirtækisins. Fyrr á þessu ári tók hann við stöðu framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og tók sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Þar sem við störfum í laxeldi á Íslandi myndi ég telja að helsta áskorunin í rekstrinum væri þessi óvissa sem ríkir varðandi lagaumhverfið. Nefna má nýtt frumvarp um lagareldi sem var lagt fram á Alþingi á vormánuðum og var það tvísýnt lengi hvort það færi í gegn. Í dag hefur það ekki enn verið samþykkt og svona óvissa er mjög vond fyrir

...