Handknattleiksmaðurinn Magnús Óli Magnússon verður ekki með Val fyrstu vikur keppnistímabilsins. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.…
Lykilmaður Magnús Óli verður ekki með Val fyrstu vikur tímabilsins.
Lykilmaður Magnús Óli verður ekki með Val fyrstu vikur tímabilsins. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Magnús Óli Magnússon verður ekki með Val fyrstu vikur keppnistímabilsins. Þetta staðfesti Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is. Þar kemur fram að Magnús gekkst undir aðgerð í sumar vegna brotins þumalfingurs á hægri hendi. Aðgerðin gekk vel en brotið var á viðkvæmum stað og því þarf Magnús Óli að gefa sér góðan tíma til að jafna sig á fullu. Magnús Óli varð Evrópubikarmeistari með Val í vor.