Rússar héldu áfram hörðum loftárásum sínum á Úkraínu í fyrrinótt og gærmorgun, annan daginn í röð. Að minnsta kosti fimm féllu og 15 manns særðust í árásum næturinnar, þar af tveir sem létust þegar eldflaug Rússa sprengdi upp hótel í miðborg Kriví Ríh

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Rússar héldu áfram hörðum loftárásum sínum á Úkraínu í fyrrinótt og gærmorgun, annan daginn í röð. Að minnsta kosti fimm féllu og 15 manns særðust í árásum næturinnar, þar af tveir sem létust þegar eldflaug Rússa sprengdi upp hótel í miðborg Kriví Ríh. Þá dóu þrír af völdum drónaárása á borgina Sapórísja.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti fordæmdi árásirnar og kallaði þær glæpi gegn mannkyni, en Aurora-hótelið í Kriví Ríh var vinsælt meðal erlendra blaðamanna sem gistu í borginni. Þá var þetta annan daginn í röð sem Rússar skutu á hótel í borgum Úkraínu, en tveir blaðamenn frá Reuters-fréttastofunni særðust í fyrradag þegar eldflaug Rússa sprengdi upp hótel þeirra í Kramatorsk.

Árásir síðustu daga eru með þeim stærstu sem Rússar hafa gert

...