Teiknarinn Anna Cynthia Leplar, gjarnan kölluð Cindy, byrjaði í samvinnu við Listasafn Íslands með teiknismiðju fyrir fullorðna, jafnt byrjendur sem lengra komna, á löngum fimmtudögum safnsins í fyrra
List Cindy teiknar mikið á söfnum og öðrum opinberum stöðum.
List Cindy teiknar mikið á söfnum og öðrum opinberum stöðum.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Teiknarinn Anna Cynthia Leplar, gjarnan kölluð Cindy, byrjaði í samvinnu við Listasafn Íslands með teiknismiðju fyrir fullorðna, jafnt byrjendur sem lengra komna, á löngum fimmtudögum safnsins í fyrra. Næsta smiðja verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 19.30-21.00 annað kvöld, fimmtudaginn 29. ágúst, og síðan einu sinni í mánuði, næstu þrjá langa fimmtudaga, og gildir aðgangseyrir á safnið, en sem fyrr er innblásturinn frá verkum og gestum á sýningum safnsins.

Rannsóknir hafa sýnt að flestir gestir á söfnum staldra aðeins í nokkrar sekúndur að jafnaði framan við hvert verk. „Með þessum smiðjum er ég að reyna að fá fólk til þess að hægja á sér, læra eitthvað um einstök verk og teikna það sem það sér, jafnt verk, rýmið sjálft og aðra gesti, því við munum best

...