Það er lýsandi fyrir forsetaframboð Kamölu Harris að á heimasíðu framboðsins er ekki að finna stafkrók um hvaða stefnumálum hún hyggst koma til leiðar í embætti. Á vefsíðu Donalds Trumps eru stefnumálin efst og fyrir miðju: tuttugu meginatriði eru…
Kamala Harris og Joe Biden fallast í faðma á landsþingi demókrata í síðustu viku. Harris þykist ekkert eiga í ótal mistökum Bidens en hefur aftur á móti lagt mikla áherslu á fóstureyðingamál í kosningabaráttunni.
Kamala Harris og Joe Biden fallast í faðma á landsþingi demókrata í síðustu viku. Harris þykist ekkert eiga í ótal mistökum Bidens en hefur aftur á móti lagt mikla áherslu á fóstureyðingamál í kosningabaráttunni. — AFP/Kamil Krzaczynski

Það er lýsandi fyrir forsetaframboð Kamölu Harris að á heimasíðu framboðsins er ekki að finna stafkrók um hvaða stefnumálum hún hyggst koma til leiðar í embætti. Á vefsíðu Donalds Trumps eru stefnumálin efst og fyrir miðju: tuttugu meginatriði eru talin upp og vísað í sextán blaðsíðna skjal þar sem farið er í saumana á því sem repúblikanar vilja breyta og bæta í valdatíð Trumps.

Gagnrýnendur hafa réttilega bent á að kosningaherferð Harris hafi til þessa einmitt snúist meira um umbúðirnar en innihaldið og áherslan verið á gleði frekar en beinhörð kosningaloforð. Er samt ekki eins og Harris hafi beinlínis fallið af himnum ofan, algjörlega óskrifað blað. Hún hefur jú verið í hringiðunni miðri undanfarin þrjú og hálft ár og verið á kafi í pólitík í tvo áratugi, svo hún ætti að vera búin að móta sér ágætis skoðun á helstu álitamálum.

En eins og

...