Fyrrverandi formaður Póstmannafélags Íslands, Jón Ingi Cæsarsson, skrifaði grein hér í blaðið í fyrradag og spurði: Mun Íslandspóstur lifa af? Hann harmaði að ríkisfyrirtækið hefði ekki víkkað út starfsemi sína þegar minni þörf varð fyrir bréfasendingar og þótti slæmt að horfa á eftir pósthúsum og póstmönnum.

Viðskiptablaðið vék að þessum skrifum og benti á að Jón Ingi væri einnig „varamaður í stjórn Íslandspósts, sem setur skrifin í allt annað samhengi“. Blaðið taldi greinilega umhugsunarvert og athugunarvert fyrir eigandann og eftirlitsaðilann að „fulltrúi stjórnar Íslandspósts“ telji framtíð fyrirtækisins óvissa „enda bendi margt til að ákveðið hafi verið að „pakka saman““.

Þá gerðist það að Bergvin Oddsson, nemandi í opinberri stjórnsýslu, svaraði Jóni Inga og spurði: Þarf

...