Bifröst sá ekki ástæðu til að hampa starfi Guðrúnar hjá VR og Íslandsdeild Transparency International.
Bifröst sá ekki ástæðu til að hampa starfi Guðrúnar hjá VR og Íslandsdeild Transparency International.

Í stefnumiði Háskólans á Bifröst til ársins 2030 segir að skólinn hafi í heila öld menntað fólk til áhrifa og ábyrgðar í íslensku samfélagi og atvinnulífi. Markmið skólans sé að efla íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að bjóða góða menntun í viðskiptum, lögfræði og félagsvísindum. Skólinn hefur lengi státað af sterkum tengslum við íslenskt atvinnulíf og því mætti ætla að trúverðugleiki skólans í íslensku atvinnulífi skipti nokkru máli.

Guðrún Johnsen var nýverið ráðin sem deildarforseti við Viðskiptadeild skólans en þrátt fyrir skínandi ferilskrá hefur hún þótt nokkuð umdeild og ekki síst í íslensku atvinnulífi. Í tilkynningu háskólans er farið yfir fyrri störf Guðrúnar, sem mörg hver eru mjög merkileg. Hins vegar eru fjölmörg störf hennar undanskilin í tilkynningunni. Þannig er ekki minnst á störf hennar sem efnahagsráðgjafa VR eða stjórnarformennsku hennar í pólitísku samtökunum Gagnsæi, sem í dag

...