Fjölskyldan Eydís, Magnús, María, Joshua, Sigrún, Birta og Atli í stúdentsveislu yngstu dótturinnar í vor.
Fjölskyldan Eydís, Magnús, María, Joshua, Sigrún, Birta og Atli í stúdentsveislu yngstu dótturinnar í vor.

María Kristín Gunnarsdóttir er fædd 28. ágúst 1974 í Reykjavík. „Ég er Vesturbæingur í húð og hár, gekk hinn klassíska menntaveg í Melaskóla, Hagaskóla og MR, þaðan sem ég útskrifaðist af eðlisfræðideild 1993 þar sem ég var ári á undan í skóla. Fór þá til Bandaríkjanna sem au pair í eitt ár, passaði tvö yndisleg börn og átti mjög góðan og þroskandi tíma. Ég fór í ensku í HÍ eftir heimkomu og tók sálfræði sem aukagrein. Vann eftir útskrift fyrst á ferðaskrifstofu við skipulagningu ævintýraferða innanlands, og svo í birtingadeild á auglýsingastofu.“

María hefur starfað við hugverkaréttarráðgjöf hjá Árnason Faktor frá 2003, síðustu ár sem löglærður sérfræðingur, deildarstjóri vörumerkjadeildar og meðeigandi. „Á árunum 2009-2012 tók ég mastersgráðu í lögfræði meðfram vinnu með eitt leikskólabarn og við fermdum svo báðar eldri stelpurnar árið sem ég útskrifaðist og fórum til Flórída

...