Knattspyrnukonan Guðrún Arnardóttir hefur verið einn besti leikmaður Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili. Rosengård hefur átt lygilegt tímabil en liðið hefur unnið alla 16 leiki sína á tímabilinu til þessa, skorað 70 mörk og aðeins fengið á sig fjögur
Vörn Guðrún Arnardóttir hefur byrjað fjórtán deildarleiki með Rosengård á tímabilinu og skorað þrjú mörk.
Vörn Guðrún Arnardóttir hefur byrjað fjórtán deildarleiki með Rosengård á tímabilinu og skorað þrjú mörk. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Svíþjóð

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Guðrún Arnardóttir hefur verið einn besti leikmaður Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni á yfirstandandi keppnistímabili.

Rosengård hefur átt lygilegt tímabil en liðið hefur unnið alla 16 leiki sína á tímabilinu til þessa, skorað 70 mörk og aðeins fengið á sig fjögur. Liðið, sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, trónir á toppi sænsku deildarinnar með 48 stig, níu stigum meira en Hammarby og Häcken og þá á Rosengård leik til góða á bæði lið þegar tíu umferðum er ólokið í Svíþjóð.

Guðrún, sem er 29 ára gömul, er uppalin á Ísafirði en hún lék með Selfossi og Breiðabliki hér á landi áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2019 og samdi við Djurgården í Svíþjóð.

...