60 ára Valgerður ólst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði og býr í Áslandi en einnig í Lugano í Sviss. Hún lauk læknisfræði frá HÍ 1992 og fór í framhaldsnám í lyflækningum og fíknlækningum til Bandaríkjanna, við Brown University í Providence, Rhode Island, og kom heim sem sérfræðilæknir árið 2000. Hún lauk einnig diplómanámi í opinberri stjórnsýslu 2014 við HÍ. Eftir sérfræðinámið hefur hún verið í fullu starfi við fíknlækningar hjá SÁÁ. Varð fljótlega yfirlæknir, síðan forstjóri og er núna framkvæmdastjóri lækninga. „Starfið á hug minn allan.“

Valgerður er virk í félagsstörfum og hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum hjá Læknafélagi Íslands nefndum og ráðum, m.a. í stjórn og sem varaformaður, er nú í stjórn Félags sjúkrahússlækna. Hún kennir læknanemum og fleiri heilbrigðisstéttum. Hún er höfundur og meðhöfundur mýmargra alþjóðlegra fræðigreina á sviði

...