Það er enginn að biðja um að stjórnmálamenn taki allar ákvarðanir sjálfir, hvort heldur stærri eða smærri. En þeir mega hins vegar ekki gleyma því að þeir voru einmitt kosnir til að taka ákvarðanir.

Stjórnun

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Í rekstri fyrirtækja er mikilvægt að bregðast hratt við þegar eitthvað bjátar á. Það gefst sjaldan langur tími til að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði, í viðhorfi fólks eða jafnvel náttúrunni sjálfri. Þá þarf að taka ákvarðanir til að laga sig að þessum breyttu aðstæðum og það þarf oft að gerast fljótt. Það er meira að segja stundum sagt að það sé betra að taka ófullkomna ákvörðun strax en fullkomna ákvörðun of seint. Það er líklega eitthvað til í því.

Lykilatriði við ákvarðanatöku er að það er einhver sem stjórnar. Einhver sem ber ábyrgð á töku ákvörðunar, stundum að fenginni ráðgjöf hjá öðrum. Í grunninn er þetta ekki svo

...