Mörg dæmi eru um það að ríki innan ESB hafi orðið undir þegar ákvarðanir hafa verið teknar í ráðherraráðinu. Ekki sízt um mikilvæg hagsmunamál þeirra.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

„Ég held að margir Danir hafi þá upplifun að þetta sé langt í burtu, bæði Evrópusambandið og Brussel,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 Nord skömmu áður en kosið var til þings sambandsins í júní. Fréttamaðurinn hafði spurt hana út í takmarkaðan áhuga Dana á kosningunum og sagðist hún sem forsætisráðherra hafa ákveðinn skilning á því.

Kjörsóknin í kosningunum til þings Evrópusambandsins í Danmörku var tæplega 58,3% sem er talsvert hærra en heildarkjörsóknin í kosningunum innan sambandsins sem var rétt rúmt 51%. Hins vegar var hún mun lakari en kjörsóknin í síðustu þingkosningum í landinu 2022 sem var 83,7%. Ummæli ráðherrans um að Evrópusambandið sé fjarlægt eru annars ekki sízt áhugaverð þar sem Danmörk er hluti

...