Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson fæddist í Reykjavík 25. maí 1934. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans 16. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru Elísabet María Jónasdóttir, húsfreyja og húsmæðrakennari, f. 21.7. 1893, d. 15.4. 1978, og Aðalsteinn Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 3.7. 1891, d. 11.1. 1956, bæði frá Hnífsdal. Þau bjuggu á Hávallagötu 3 í Reykjavík.

Systkini Jónasar (samfeðra) voru: Páll, f. 1916, d. 1970; Össur, f. 1919, d. 2010; Sigríður Halldóra, f. 1921, d. 2003; Guðbjörg, f. 1926, d. 2017; og Ingibjörg Elín, f. 1927, d. 2009.

Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Guðrún Ragnhildur Eiríksdóttir, Stella, f. 24. apríl 1934, foreldrar hennar voru Lilja Guðmundsdóttir, f. 1905, d. 1976, og Eiríkur Egill Kristjánsson, f. 1903, d. 1998. Jónas og Stella gengu í hjónaband 10.

...