Óðinn, einn af borum Jarðborana, að störfum á Nesjavöllum.
Óðinn, einn af borum Jarðborana, að störfum á Nesjavöllum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Norska borfyrirtækið Archer hefur aukið við eignarhlut sinn í íslenska borfyrirtækinu Jarðborunum. Fyrirtækið kaupir 10% hlut af meðeiganda sínum Kaldbaki, fjárfestingarfélagi útgerðarfyrirtækisins Samherja, á 2,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 350 milljóna íslenskra króna.

Eftir viðskiptin á Archer 60% hlut í Jarðborunum. Kaupverðið eru að fullu greitt með hlutum í Archer.

Í tilkynningu á vef Archer segir að Jarðboranir séu leiðandi á alþjóðavísu í jarðborunum á háhitasvæðum og hefur fyrirtækið meðal annars sinnt djúpborunum vegna rafmagnsframleiðslu og fyrir kolefnisförgun.

Um 200 manns vinna hjá Jarðborunum og er meginhluti starfseminnar á Íslandi og á Filippseyjum.

Forstjóri Archer, Dag Skindlo, segir í tilkynningunni að jarðhitaorka sé mikilvægur hluti af

...