Kristján Jónsson

kris@mbl.is

„Ég tek undir það sem fram hefur komið hjá lögreglunni að þetta er útbreiddara vandamál en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Gissur Ari Kristinsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 100og1, en hann hefur starfað með ungmennum á grunnskólastigi í liðlega áratug.

Vopnaburður hérlendis hefur af og til verið í umræðunni á allra síðustu árum enda hefur hnífum verið beitt í árásum og átökum í talsverðum mæli. Líklega hefur það komið hinum almenna borgara nokkuð á óvart að hnífaburður þekkist ágætlega hjá ungmennum á grunnskólaaldri.

Sofnað á verðinum

„Staðan er ekki góð í þessum málum eins og fram hefur komið í umfjölluninni að undanförnu. Við starfsfólk í félagsmiðstöðvum upplifum

...