SVÞ segja afkomutölur og framlegð fyrirtækja á dagvörumarkaði ekki endurspegla samráð þeirra á milli.
SVÞ segja afkomutölur og framlegð fyrirtækja á dagvörumarkaði ekki endurspegla samráð þeirra á milli. — Morgunblaðið/G.Rúnar

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) gagnrýna ummæli sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, lét falla opinberlega á dögunum um að hann teldi að samkeppnisaðilar á dagvörumarkaði hefðu haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa markaðinn eins og hann er.

Tilefnið var innkoma lágvöruverðsverslunarinnar Prís við Smáratorg í Kópavogi fyrr í mánuðinum.

Vænir um lögbrot

SVÞ segjast ekki leggja annan skilning í ummæli formannsins en að hann telji ráðandi fyrirtæki á dagvörumarkaði hafa átt með sér ígildi samráðs eða samstilltra aðgerða í bága við samkeppnislög. Þá bentu SVÞ á að Breki hefði hvorki fært nokkur rök fyrir máli sínu né gert tilraun til að útskýra mál sitt nánar. Ummælin væru þess vegna haldlaus, þar sem meðal annars gæfu afkomutölur fyrirtækja það ekki til

...