Lestur er víst á undanhaldi. Skriftir standa hins vegar í blóma, sbr. samfélagsmiðla. En vilji maður auka þekkingu sína með lestri, lesa ýmislegt varðandi e-ð, er vaninn að lesa sér til (um e-ð), ekki lesa „sig“ til

Lestur er víst á undanhaldi. Skriftir standa hins vegar í blóma, sbr. samfélagsmiðla. En vilji maður auka þekkingu sína með lestri, lesa ýmislegt varðandi e-ð, er vaninn að lesa sér til (um e-ð), ekki lesa „sig“ til. Sé efnið sem maður er að lesa sér til um mjög leiðinlegt er hins vegar mögulegt að lesa sig í svefn.