Jónína Guðmundsdóttir, bókasafns- og bókmenntafræðingur, fæddist á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi 12. maí 1940. Hún lést á Landspítalanum 15. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Þorbjörg Valdimarsdóttir, f. 1916, d. 1985, og Guðmundur Bjarni Jóhannesson, f. 1895, d. 1983, á Þorgrímsstöðum. Systkini: Ásbjörn, f. 1943, Valdís, f. 1945, d. 2018, Vigdís Auður, f. 1949, Guðmundur, f. 1952, og Kjartan, f. 1960.

Jónína giftist Hólmgeiri Björnssyni frá Bjarghúsum í Vesturhópi, sérfræðingi á Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 12. maí 1961. Dætur þeirra eru: 1) Þorbjörg, f. 1961. Maki Reynir Arngrímsson, þau skildu. Synir þeirra: a) Hjörtur Már. Maki Ylfa Rún Óladóttir. Börn: Þórhildur Lóa, Snorri Hólm og Egill Ari. b) Hólmgeir. Maki Birna Guðlaug Björnsdóttir. Börn: Arna Þorbjörg, Ásbjörn Atli og Reynir Már. 2) Guðrún, f. 1965. Maki Gísli Sigurðsson. Dætur

...