Ein vinsælasta flík íslenskra kvenna síðustu árin hefur sennilega verið „ofurkonujakkinn“ góði, Logo Blazer frá Polo Ralph Lauren. Upphaflega var hann hvað vinsælastur á meðal kvenna úr atvinnulífinu og fékk þess vegna þetta nafn
Klassík? Dökkbláa útgáfan af jakkanum hefur verið hvað vinsælust og passar við margt í fataskápnum.
Klassík? Dökkbláa útgáfan af jakkanum hefur verið hvað vinsælust og passar við margt í fataskápnum.

Edda Gunnlaugsdóttir

eddag@mbl.is

Ein vinsælasta flík íslenskra kvenna síðustu árin hefur sennilega verið „ofurkonujakkinn“ góði, Logo Blazer frá Polo Ralph Lauren. Upphaflega var hann hvað vinsælastur á meðal kvenna úr atvinnulífinu og fékk þess vegna þetta nafn.

Vinsældir hans eru auðskiljanlegar. Hann er flottur, fæstir deila um það, passar við margt í fataskápnum og er vönduð flík frá þekktu fatamerki. Uppteknustu konur landsins eru því fljótar að koma sér út á morgnana, jakkinn er orðinn besti vinurinn og mest notaða flíkin. Í honum er hægt að mæta fínn á fund en líka í kokteilboð eftir vinnu, ekkert vesen.

Dragtarjakkar fást í flestum fataverslunum landsins og ætli flestar konur eigi ekki einn svartan inni í skáp. Blaðamaður situr í einum núna við skrifborðið

...