Þurrkur Lítið vatn er í Kaldá í Hafnarfirði. Guðmundur Elíasson veitustjóri segir það þó ekki vera vandamál.
Þurrkur Lítið vatn er í Kaldá í Hafnarfirði. Guðmundur Elíasson veitustjóri segir það þó ekki vera vandamál.

Vegfarendur í kringum Helgafell í Hafnarfirði hafa eflaust tekið eftir því að ansi lítið vatn er orðið í Kaldá. Sveiflur í náttúrunni stýra grunnvatnsstöðu í ánni en hvorki er virkjun á svæðinu né stífla þótt vatnsból Hafnarfjarðarbæjar sé í Kaldárbotnum. Frá Kaldárbotnum liggur um sex kílómetra löng aðfærsluæð meðfram Kaldárselsvegi og þaðan rennur kalda vatnið sem síðan fer eftir stofnæðum og dreifilögnum um hverfin.

Engin áhrif á vatnsbúskapinn

Guðmundur Elíasson, umhverfis- og veitustjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að þótt lítið sé

...