Stórsvig Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt er í B-landsliðinu.
Stórsvig Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt er í B-landsliðinu. — Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson

Skíðakonan Elín Elmarsdóttir van Pelt hafnaði í 15. sæti í stórsvigi á skíðamóti á Nýja-Sjálandi á dögunum. Elín kom í mark á tímanum 1:50,05 mínútum en Alice Robinson frá Nýja-Sjálandi kom fyrst í mark á tímanum 1:41,76 mínútum. Elín keppti einnig á nýsjálenska meistaramótinu á dögunum þar sem hún hafnaði í 8. sæti í sömu grein á tímanum 1:49,26 mínútum. Elín keppir fyrir skíðadeild Víkings og er í B-landsliði Íslands.