Frú Agnes hefur leitt þær mestu breytingar sem orðið hafa í kirkjunni í langan tíma.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
Solveig Lára Guðmundsdóttir

Solveig Lára Guðmundsdóttir

Næstkomandi sunnudag, hinn 1. september, verður vígð til biskupsþjónustu í þjóðkirkjunni sr. Guðrún Karls Helgudóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.

Hún tekur við þjónustunni af frú Agnesi M. Sigurðardóttur sem þjónað hefur sem biskup Íslands í 12 ár.

Frú Agnes vígðist til prests 20. september árið 1981 og var þriðja konan hér á landi til að öðlast prestsvígslu.

Áður höfðu vígst sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem vígðist 29. september árið 1974, og sr. Dalla Þórðardóttir, sem vígðist 31. maí árið 1981.

Í sama mánuði og sr. Guðrún vígist til biskups eru því liðin 50 ár frá fyrstu prestsvígslu kvenna hér á landi.

...