Vegagerðin hefur samið við Mýflug um flug til Hornafjarðar frá Reykjavík; átta ferðir í viku. Flugi á þessari leið var til skamms tíma sinnt af Erni, en sem kunnugt er missti það félag flugrekstrarleyfi sitt nýlega. Samningurinn gerir ráð fyrir að Hornafjarðarfluginu sé sinnt á 19 sæta flugvél sem búin sé jafnþrýstibúnaði.

Vegagerðin býður út samninga um ríkisstyrkt innanlandsflug. Í dag eru leiðirnar sem styrktar eru fimm, frá Reykjavík til Bíldudals, Gjögurs og Hafnar, og frá Akureyri til Grímseyjar og Þórshafnar/Vopnafjarðar.

Þá hefur flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verið boðið út, en um þau verkefni er ósamið. sbs@mbl.is