Þóra Kristín Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 10. ágúst 2024.

Foreldrar hennar voru Guðlaug Sesselja Sigfúsdóttir, húsmóðir og matráðskona í Reykjavík, f. 1. júlí 1906 í Egilsstaðakoti í Villingaholtshreppi, d. 20. ágúst 1987, og Jón A. Sæmundsson, múrarameistari í Reykjavík, f. 20. maí 1908 á Torfastöðum í Biskupstungum, d. 17. desember 1955.

Systir Þóru Kristínar er Sigrún Gróa, f. 29. desember 1941, fyrrv. starfsmaður hjá Landsbankanum. Hálfsystir Þóru og Sigrúnar, sammæðra, var Hulda Brynjúlfsdóttir, f. 25. júlí 1925, d. 2017.

Eftirlifandi eiginmaður Þóru Kristínar er Baldur Snær Ólafsson, fyrrv. kennari, f. 3. september 1952.

Börn Þóru Kristínar: 1) Bergþóra Kristín, f.

...