Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, skrifaði grein hér í blaðið í gær um Evrópusambandið og þann misskilning sem stundum skýtur upp kollinum um að lítil ríki geti haft einhver áhrif innan þess sem máli skiptir. Hann benti á að Ísland fengi sex þingmenn af 720 á þingi ESB ef Ísland gerðist aðili að sambandinu, sem væri eins og að eiga hálfan þingmann á Alþingi.

Danir eiga 15 þingmenn á þingi ESB og áhrifin eru sláandi lítil. Í ráðherraráðinu er ástandið ekki skárra og Hjörtur tók dæmi af því sem Danir lentu í vegna Færeyja.

Hann sagði dönsk stjórnvöld hafa neyðst til „að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í þeirra eigin efnahagslögsögu“.

Hjörtur bætti við: „Hvatamenn þess að

...