Gísli Gottskálk Þórðarson er nýliði í U21-árs landsliði karla í knattspyrnu en liðið mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 í september. Ólafur Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 20 manna leikmannahóp sinn í gær en hann tók við…
Gísli Gottskálk Þórðarson
Gísli Gottskálk Þórðarson

Gísli Gottskálk Þórðarson er nýliði í U21-árs landsliði karla í knattspyrnu en liðið mætir Danmörku og Wales í undankeppni EM 2025 í september. Ólafur Skúlason, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 20 manna leikmannahóp sinn í gær en hann tók við liðinu þegar Davíð Snorri Jónasson var ráðinn aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

Ísland mætir Danmörku 6. september og Wales 10. september en báðir leikirnir fara fram á Víkingsvelli í Fossvogi. Alls gerir Ólafur þrjár breytingar frá leikmannahóp liðsins í mars, þegar Ísland mætti Wales og Tékklandi, en þeir Gísli Gottskálk, Óskar Borgþórsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í hópinn fyrir þá Danijel Dejan Djuric, Jakob Franz Pálsson og Kristófer Jónsson.

Ísland er í þriðja sæti riðilsins með sex stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Fimm stigum minna en

...