Haustsýning Hafnarborgar í ár, Óþekkt alúð, verður opnuð í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Sýningin er sú fjórtánda í haustsýningaröð Hafnarborgar sem hóf göngu sína árið 2011
Myndlist Verk eftir Juliönu Irene Smith af samsýningunni Óþekkt alúð þar sem 14 sýna.
Myndlist Verk eftir Juliönu Irene Smith af samsýningunni Óþekkt alúð þar sem 14 sýna.

Haustsýning Hafnarborgar í ár, Óþekkt alúð, verður opnuð í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Sýningin er sú fjórtánda í haustsýningaröð Hafnarborgar sem hóf göngu sína árið 2011. Í tengslum við hátíðina List án landamæra verður einnig opnuð einkasýning Elínar Sigríðar Maríu Ólafsdóttur, „Við sjáum það sem við viljum sjá“, í Sverrissal Hafnarborgar en Elín var fyrr á árinu útnefnd listamanneskja hátíðarinnar í ár.

Óþekkt alúð, sem stendur til 27. október, er í kynningartexta sögð spretta „út frá þörfinni fyrir að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera göldrum firrtur, á tímum án bjartrar vonar“. Um er að ræða samsýningu fjórtán listamanna.

„Við sjáum það sem við viljum sjá“ stendur til 3. nóvember.

...