Ríki Atlantshafsbandalagsins fordæmdu í gær loftárásir Rússa á Úkraínu síðustu daga og sögðu þær ekki hafa gert greinarmun á hernaðarlegum og borgaralegum skotmörkum, en sendiherrar bandalagsríkjanna funduðu með úkraínskum embættismönnum í gær.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jens Stoltenberg, sagði að bandalagsríkin hefðu heitið því á fundinum að auka við hernaðaraðstoð sína til Úkraínu. „Við verðum að halda áfram að láta Úkraínu fá tækin og skotfærin sem landið þarf til þess að verja sig gegn innrás Rússa. Þetta skiptir sköpum fyrir getu Úkraínu til þess að halda uppi vörnum,“ sagði Stoltenberg í yfirlýsingu eftir fundinn.

Nokkur bandalagsríki munu einnig hafa kallað eftir því að bandamenn veittu Úkraínumönnum leyfi til þess að beita vestrænum langdrægum eldflaugum gegn skotmörkum innan landamæra Rússlands, í

...