2014 „Glóandi súlur stóðu hátt til himins og í víðfeðmu hrauninu sem rann úr gígnum sást í glóðir.“ Morgublaðið í desember 2014
Eldstöð Þessi mynd er tekin á fyrstu dögum gossins þegar allt var að gerast. Jörðin bókstaflega kraumaði og frá allt að 100 metra háum eldsúlum vall hraunstraumur sem eftir sólarhring frá gosbyrjun þakti orðið fjóra ferkílómetra. Allt er hið nýja og kolsvarta Holuhraun 85 ferkílómetrar að flatarmáli.
Eldstöð Þessi mynd er tekin á fyrstu dögum gossins þegar allt var að gerast. Jörðin bókstaflega kraumaði og frá allt að 100 metra háum eldsúlum vall hraunstraumur sem eftir sólarhring frá gosbyrjun þakti orðið fjóra ferkílómetra. Allt er hið nýja og kolsvarta Holuhraun 85 ferkílómetrar að flatarmáli. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sviðsljós

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Í ljósaskiptum skammdegis blasti rauðglóandi eldkeilan við, séð úr langri fjarlægð. Fljótlega eftir að flugvélin var komin inn yfir hálendið blasti eldgosið við okkur og myndin af því varð skarpari þegar nær var komið. Glóandi súlur stóðu hátt til himins og í víðfeðmu hrauninu sem rann úr gígnum sást í glóðir. Sýnu mest kraumaði í einum katli og frá honum vall hraunelfur um langan veg. Flugstjórinn lækkaði flugið og renndi vélinni lágt yfir svo að farþegarnir gætu séð beint í kvikuna. Gosið var með kröftugasta móti þessa stundina og sjónarspil þess var mikið. Glóðin rauð og bláleitt gas í loftinu. Hraunið biksvart og fjær var snjóföl á landinu. Þetta var 6. desember og frásögn úr þessari ferð með flugvél Flugfélags Íslands kom í Morgunblaðinu tveimur dögum

...