Róbert Ísak Jónsson stingur sér fyrstur til sunds af íslensku keppendunum á Paralympics-leikunum í dag. Íslenski hópurinn samanstendur af fimm keppendum, fjórum sundmönnum og einni frjálsíþróttakonu sem keppa munu í sex greinum
Ólympíuþorpið Íslensku keppendurnir bregða á leik í ólympíuþorpinu í París í gær. Þjálfarar þeirra eru bjartsýnir á góðan árangur.
Ólympíuþorpið Íslensku keppendurnir bregða á leik í ólympíuþorpinu í París í gær. Þjálfarar þeirra eru bjartsýnir á góðan árangur. — Ljósmynd/ÍF

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Róbert Ísak Jónsson stingur sér fyrstur til sunds af íslensku keppendunum á Paralympics-leikunum í dag. Íslenski hópurinn samanstendur af fimm keppendum, fjórum sundmönnum og einni frjálsíþróttakonu sem keppa munu í sex greinum.

Róbert Ísak keppir í 100 metra flugsundi í S14-flokki þroskahamlaðra í dag, Thelma Björg Björnsdóttir í 100 metra bringusundi í S6-flokki hreyfihamlaðra á sunnudag, Már Gunnarsson í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á sunnudag og Sonja Sigurðardóttir keppir í S3-flokki hreyfihamlaðra í 50 metra baksundi á mánudag og 100 metra skriðsundi á þriðjudag í S3-flokki hreyfihamlaðra.

Reynsluboltinn Kristín Guðmundsdóttir er mætt á sína níundu Paralympics-leika í

...