„Mér er það algerlega óskiljanlegt hvað ráðamenn hér heima eru skilningslausir gagnvart virku eftirliti í fiskveiðilögsögunni okkar,“ segir Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Morgunblaðið
Flugvélin TF-SIF Það var mikið högg fyrir Landhelgisgæsluna þegar tæring fannst í hreyflum vélarinnar. Hún gat því ekki verið við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum í sumar eins og ætlunin var.
Flugvélin TF-SIF Það var mikið högg fyrir Landhelgisgæsluna þegar tæring fannst í hreyflum vélarinnar. Hún gat því ekki verið við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum í sumar eins og ætlunin var. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

„Mér er það algerlega óskiljanlegt hvað ráðamenn hér heima eru skilningslausir gagnvart virku eftirliti í fiskveiðilögsögunni okkar,“ segir Halldór B. Nellett fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Morgunblaðið.

„Ég fullyrði að lögsagan er nær alveg eftirlitslaus vikum og mánuðum saman, sérstaklega djúpslóðin, og við vitum ekkert hvað er í gangi þar. Þyrlurnar duga skammt til eftirlits og alls ekki á djúpslóð enda eru þær í endalausum útköllum um allar trissur,“ bætir Halldór við.

Tilefni samtalsins er þær fréttir sem Morgunblaðið færði landsmönnum í síðustu viku að alvarleg bilun hefði orðið í flugvélinni TF-SIF og vélin því ekkert

...