Blásarakvintettinn Vindtro heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, 30. ágúst, kl. 18 en hópurinn hefur verið á ferðalagi um Danmörku, Færeyjar og Ísland undanfarið. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá samsett úr klassískum verkum með…

Blásarakvintettinn Vindtro heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík annað kvöld, 30. ágúst, kl. 18 en hópurinn hefur verið á ferðalagi um Danmörku, Færeyjar og Ísland undanfarið. Flutt verður fjölbreytt efnisskrá samsett úr klassískum verkum með þjóðlegum innblæstri eftir dönsk, færeysk og íslensk tónskáld. Kvintettinn hefur verið starfræktur frá árinu 2020 en meðlimirnir kynntust við nám við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn.