Skaftá Hlaup sem hófst í síðustu viku er í rénun. Myndin er úr safni.
Skaftá Hlaup sem hófst í síðustu viku er í rénun. Myndin er úr safni. — Morgunblaðið/Eggert

Hlaupið í Skaftá er í rén­un en rennsli í ánni við Sveinstind fer minnk­andi og mæl­ist nú um 160 rúm­metrar á sek­úndu. Hlaupið hófst á þriðju­dag­inn í síðustu viku en rúm­mál hlaup­vatns­ins sem þegar er komið fram við Sveinstind er talið vera um 50 millj­ón­ir rúm­metr­a.

Fram kemur í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands að gervi­hnatta­mynd­ir sem sýni yf­ir­borð Eystri-Skaft­ár­ket­ils­ins gefi til kynna að hlaupið eigi upp­tök sín þar frek­ar en úr þeim vest­ari eins og áður var talið. Ástæðan fyr­ir því að hlaupið var talið koma úr Vest­ari-Skaft­ár­katl­in­um er m.a. sú að óvenjulangt er liðið frá sein­asta hlaupi úr þeim katli.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að síðast hafi hlaupið úr Eystri-Skaft­ár­katl­in­um í ág­úst á síðasta ári og því hafi aðeins liðið ár milli at­b­urða. Al­geng­ast sé þó að tvö til þrjú ár líði á milli hlaupa.

„Það er óvenju­legt að það hlaupi úr katl­in­um svo stuttu eft­ir sein­asta hlaup. Það er þó ekki óþekkt að

...