Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA dagana 6. september og 9. september. Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 24 …
Endurkoma Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir tæplega árs fjarveru en hann á að baki 80 A-landsleiki og 27 mörk.
Endurkoma Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn eftir tæplega árs fjarveru en hann á að baki 80 A-landsleiki og 27 mörk. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Þjóðadeildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildar UEFA dagana 6. september og 9. september.

Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, tilkynnti 24 manna leikmannahóp sinn fyrir verkefnið á fjarfundi með fjölmiðlamönnum í gær en Ísland mætir Svartfjallalandi hinn 6. september á Laugardalsvelli og svo Tyrklandi í Ízmir 9. september. Hareide gerir alls fimm breytingar á leikmannahópnum frá vináttulandsleikjunum tveimur gegn Englandi og Hollandi í júní, en ásamt Gylfa koma þeir Valgeir Lunddal Friðriksson, Guðlaugur Victor Pálsson, Logi Tómasson og Hjörtur Hermannsson inn í hópinn fyrir þá Guðmund Þórarinsson, Hlyn Frey Karlsson,

...