Við ætlum að hafa rosalega gaman og hingað mætir fólk uppáklætt úr öllu búningasamfélaginu, sem er gífurlega vítt og með fjölbreyttum áherslum í mismunandi hópum,“ segir Unnur Helga Möller, sem er aðalsprautan í búninga- og leikjasamkomu sem…
Fjölbreytt Þessi verða öll á hátíðinni um helgina og tilheyra fjórum meginflokkum búningaleikja: sögulegri endursköpun, LARP, cosplay og kvikmyndabúningum.
Fjölbreytt Þessi verða öll á hátíðinni um helgina og tilheyra fjórum meginflokkum búningaleikja: sögulegri endursköpun, LARP, cosplay og kvikmyndabúningum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Við ætlum að hafa rosalega gaman og hingað mætir fólk uppáklætt úr öllu búningasamfélaginu, sem er gífurlega vítt og með fjölbreyttum áherslum í mismunandi hópum,“ segir Unnur Helga Möller, sem er aðalsprautan í búninga- og leikjasamkomu sem verður í Bókasafni Hafnarfjarðar nú um helgina undir yfirskriftinni Heimar og himingeimar.

„Við ætlum að færa alla saman sem eru hluti af búningasenunni, allt frá kvikmyndabúningum, eða „camera correct“, en það eru búningar sem eru nákvæmar eftirlíkingar úr kvikmyndum, yfir í „cosplay“, eða „costume play“, sem er búningagerð sem snýr að því að endurskapa búninga úr hvers konar miðlum. Hluti af senunni er líka kvikspuni, eða LARP, „live action

...