„Ég er voðalega spenntur og get lítið beðið,“ sagði sundkappinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH í samtali við Morgunblaðið. Hann keppir fyrstur Íslendinganna á Paralympics-leikunum í París í dag, en leikarnir voru formlega settir við…
Fyrstur Róbert Ísak Jónsson þegar íslensku keppendurnir fimm á Paralympics voru kynntir á fundi í Toyota í Kauptúni fyrr í mánuðinum.
Fyrstur Róbert Ísak Jónsson þegar íslensku keppendurnir fimm á Paralympics voru kynntir á fundi í Toyota í Kauptúni fyrr í mánuðinum. — Morgunblaðið/Eggert

Í París

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

„Ég er voðalega spenntur og get lítið beðið,“ sagði sundkappinn Róbert Ísak Jónsson úr Firði og SH í samtali við Morgunblaðið. Hann keppir fyrstur Íslendinganna á Paralympics-leikunum í París í dag, en leikarnir voru formlega settir við hátíðlega athöfn á Place de la Concorde-torginu í frönsku höfuðborginni í gær. Er þetta í fyrsta sinn í sögu leikanna sem athöfnin fer ekki fram á leikvangi.

Róbert Ísak syndir í undanrásum í 100 metra flugsundi í S14-flokki þroskahamlaðra klukkan 8.41 í dag og komist hann í átta manna úrslit fara þau einnig fram í dag, klukkan 16.35.

Róbert Ísak, sem er 23 ára gamall, tekur nú þátt á sínum öðrum leikum eftir að hafa hafnað í sjötta sæti í

...