Framleiðsla Magnús Teitsson heldur um marga þræði á Morgunblaðinu.
Framleiðsla Magnús Teitsson heldur um marga þræði á Morgunblaðinu. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Magnús Teitsson hefur tekið við sem framleiðslustjóri á ritstjórn Morgunblaðsins og tekur við því starfi af Guðlaugu Sigurðardóttur, sem á að baki langan og farsælan feril á Morgunblaðinu. Hún lætur nú af fullu starfi en mun áfram vera Morgunblaðinu innan handar.

Um leið og Guðlaugu eru þökkuð frábær störf er Magnús boðinn velkominn til starfa á Morgunblaðinu á ný. Magnús, sem er með BA-próf í ensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, starfaði áður við blaðið, þá í prófarkalestri.

Með nýja starfinu heyrir prófarkalesturinn undir Magnús, en sömuleiðis umbrot og aðsendar greinar, bæði umræðugreinar og minningargreinar.

Auk þess sinnir framleiðslustjóri margvíslegu skipulagsstarfi á blaðinu og samskiptum á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar, en dagleg útgáfa blaðs á borð

...