Í vor og sumar hafa staðið yfir rannsóknir á vegstæði fyrirhugaðrar Sundabrautar. Byrjað var að bora á hafsbotni í Kleppsvík fyrri hluta aprílmánaðar. Væntanleg brú milli Sundahafnar og Gufuness mun liggja yfir víkina
Rannsóknir Pramminn Ýmir var í sumar notaður til að bora á hafsbotni.
Rannsóknir Pramminn Ýmir var í sumar notaður til að bora á hafsbotni. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Í vor og sumar hafa staðið yfir rannsóknir á vegstæði fyrirhugaðrar Sundabrautar.

Byrjað var að bora á hafsbotni í Kleppsvík fyrri hluta aprílmánaðar. Væntanleg brú milli Sundahafnar og Gufuness mun liggja yfir víkina. Til verksins var notaður pramminn Ýmir RE, sem er í eigu Ístaks.

Borað hefur verið bæði á sjó og landi í sumar og var markmiðið að kanna dýpi niður á klöpp og burðarhæfi jarðlaga í vegstæðinu.

Jarðtækniboranir í hafsbotn af Ými kláruðust í byrjun júlí, að sögn Helgu Jónu Jónasdóttur, verkefnisstjóra Sundabrautar.

Niðurstöður þeirra gefa upplýsingar um dýpið niður á klöpp og burðarhæfi setlaga. Þær liggja að miklu leyti fyrir en

...