„Fyrir mér er tónlistin aldrei bara analítísk eða eins og reikningsdæmi. Ég fylgi alltaf tilfinningunni,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún samdi nýverið tónlistina fyrir stórmynd bandaríska leikstjórans M
Kvikmyndatónlist Þetta er í annað sinn sem Herdís vinnur með Shyamalan.
Kvikmyndatónlist Þetta er í annað sinn sem Herdís vinnur með Shyamalan. — Ljósmynd/Anna Maggý

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

„Fyrir mér er tónlistin aldrei bara analítísk eða eins og reikningsdæmi. Ég fylgi alltaf tilfinningunni,“ segir tónskáldið Herdís Stefánsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Hún samdi nýverið tónlistina fyrir stórmynd bandaríska leikstjórans M. Night Shyamalan Trap (2024), sem sýnd er í bíóhúsum landsins um þessar mundir.

Shyamalan er þekktastur fyrir gerð hryllings- og fantasíumynda og hefur meðal annars skrifað og leikstýrt myndum á borð við The Sixth Sense, Signs, The Village og Split. Þetta er í annað sinn sem Herdís starfar með Shyamalan, en áður samdi hún tónlistina fyrir kvikmynd hans Knock at the Cabin (2023), sem hún hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki kvikmynda- og leikhústónlistar

...