— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Staða og þróun samfélagsins á Norðurlandi vestra var rædd við ríkisstjórnina á sumarfundi hennar á Sauðárkróki í gær. Samgöngumál voru ofarlega á blaði, tækifæri til fjárfestinga og opinber störf á svæðinu.

Sveitarfélögin Húnabyggð, Húnaþing vestra, Skagafjörður og Skagaströnd, auk Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), tóku þátt í fundinum. Við sama tækifæri var undirritað samkomulag um að SSNV færi inn í atvinnuþróunarfélagið Eim. Að Eimi standa ýmsir opinberir aðilar en markmið félagsins er að auka nýtingu auðlinda á Norðurlandi, með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Á myndinni til hliðar eru ráðherrar ásamt heimamönnum við Gránu Bistro.