Fréttastjórar Andrea Sigurðardóttir og Matthías Johannessen stýra saman viðskiptafréttum.
Fréttastjórar Andrea Sigurðardóttir og Matthías Johannessen stýra saman viðskiptafréttum. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Tveir nýir fréttastjórar taka við viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins og mbl.is nú um mánaðamótin, þau Andrea Sigurðardóttir og Matthías Johannessen. Gísli Freyr Valdórsson, sem stýrt hefur viðskiptaritstjórninni, hefur ákveðið að láta af störfum og einbeita sér að hlaðvarpi sínu, Þjóðmálum. Um leið og Gísla Frey eru þökkuð góð störf eru Andrea og Matthías boðin velkomin í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru.

Andrea hefur verið á viðskiptaritstjórn Morgunblaðsins og hefur áður starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Hún er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja og próf í verðbréfaviðskiptum. Andrea hefur áralanga reynslu að baki úr atvinnulífinu, meðal annars hjá Marel, Íslandsbanka og Isavia. Fyrir utan áhuga á sveitastörfum eru þjóðmál, efnahagsmál og atvinnulíf hennar ær og kýr og hefur hún um árabil tekið þátt í samfélagsumræðu um þau mál.

...