Kvoslækur Hjörtur Páll Eggertsson stjórnandi, John A. Speight tónskáld og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari verða í Kvoslæk næstkomandi sunnudag.
Kvoslækur Hjörtur Páll Eggertsson stjórnandi, John A. Speight tónskáld og Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari verða í Kvoslæk næstkomandi sunnudag.

Lokaviðburður menningardagskrár sumarsins á Kvoslæk í Fljótshlíð verður næstkomandi sunnudag, 1. september, kl. 15.

Þar mun Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari leika einleik með 14 strengjaleikurum, undir stjórn Hjartar Páls Eggertssonar sellóleikara. Frumflutt verður verkið Cantus II sem tónskáldið John A. Speight samdi fyrir Rut.

John A. Speight starfaði sem söngvari og kennari eftir að hann fluttist til Íslands 1972. Síðar fór hann að semja í meiri mæli, s.s. fimm sinfóníur, tvær óperur, sjö einleikskonserta, jólaóratóríu, fjölda kammerverka og tæplega 100 einsöngslög.

Rut starfaði í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1969-2013. Hennar aðalstarf í 42 ár, 1974-2016, var hins vegar með Kammersveit Reykjavíkur, en Rut var einn af stofnendum sveitarinnar. Hjörtur Páll lauk nýverið mastersnámi

...