Núverandi stjórnarflokkum hefur tekist að skapa slíka skattalega umgjörð orkumannvirkja að ávinningurinn skilar sér bara til þeirra sem nota orkuna.
Haraldur Þór Jónsson
Haraldur Þór Jónsson

Haraldur Þór Jónsson

Orkumálin hafa sannarlega verið á dagskrá síðustu misseri. Við höfum verið svo heppin sem þjóð að á Íslandi hefur endurnýjanleg orka verið nýtt og skapað landsmönnum þau lífskjör sem við þekkjum. Að vera sjálfbær með orku er undirstaða sjálfstæðis þjóða og ljóst að ef við hefðum ekki byggt upp núverandi virkjanir væru lífsgæði allt önnur á Íslandi en við þekkjum. En njóta allir Íslendingar ávinningsins af allri þessari orkuframleiðslu?

Núverandi stjórnarflokkum hefur tekist að skapa slíka skattalega umgjörð orkumannvirkja að ávinningurinn skilar sér bara til þeirra sem nota orkuna. Tölulegar staðreyndir staðfesta að íbúar í nærumhverfi orkumannvirkja bera ekki efnahagslegan ávinning af starfseminni og sitja í sumum tilfellum uppi með beint fjárhagslegt tjón. Orkan verður til að langstærstum hluta á landsbyggðinni en

...