Mountain var síðasta verk Sigurðar Guðmundssonar í ljósmyndaröð sem hann vann að á árunum 1971-1982 og kallaði Situations (Aðstæður). Ljósmyndirnar eru uppstilltir gjörningar eða lifandi skúlptúrar – framan af svarthvítir en þegar á leið…
Sigurður Guðmundsson (f. 1942) Mountain, 1980–1982 Ljósmynd, 82,6 cm x 104,5 cm
Sigurður Guðmundsson (f. 1942) Mountain, 1980–1982 Ljósmynd, 82,6 cm x 104,5 cm

Mountain var síðasta verk Sigurðar Guðmundssonar í ljósmyndaröð sem hann vann að á árunum 1971-1982 og kallaði Situations (Aðstæður). Ljósmyndirnar eru uppstilltir gjörningar eða lifandi skúlptúrar – framan af svarthvítir en þegar á leið tímabilið stundum í lit og þá einkum þegar verkin beinlínis ganga út frá litanotkuninni – og leikur listamaðurinn sjálfur oftar en ekki aðalhlutverk í verkunum. Mountain minnir óneitanlega á lifandi skúlptúr, meitlaðan með ljósmyndinni sem gerir hann varanlegan. Listamaðurinn sjálfur er miðlægur, sem skurðpunktur náttúru og menningar, enda sýnir lagskiptingin, á lóðréttum og láréttum ás, eins konar ferli frá náttúrulegri undirstöðu til manns sem hefur skapað sér menningarlegar afurðir: grjót, torf, maður, skór, brauð og bækur. Skúlptúrinn sjálfur, fjallið, er eiginlegt og óeiginlegt mótív í verkinu, sem form hvílir hann á stefnumóti náttúru, manns og menningar, hann verður

...