Ísraelsher hóf í gærmorgun hernaðaraðgerðir á Vesturbakkanum, og gerði herinn rassíur í fjórum borgum þar, Jenín, Nablus, Tubas og Tulkarem. Sögðu talsmenn hersins að níu palestínskir vígamenn hefðu verið felldir í aðgerðunum í gær
Jenín Ísraelskur herflutningabíll ekur hér um götur Jenín-borgar í miðjum andhryðjuverkaaðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í gærmorgun.
Jenín Ísraelskur herflutningabíll ekur hér um götur Jenín-borgar í miðjum andhryðjuverkaaðgerðum Ísraelshers á Vesturbakkanum í gærmorgun. — AFP/Ronaldo Schemidt

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Ísraelsher hóf í gærmorgun hernaðaraðgerðir á Vesturbakkanum, og gerði herinn rassíur í fjórum borgum þar, Jenín, Nablus, Tubas og Tulkarem. Sögðu talsmenn hersins að níu palestínskir vígamenn hefðu verið felldir í aðgerðunum í gær.

Sagði í sameiginlegri tilkynningu hers og ríkislögreglu Ísraels að öryggissveitir landsins hefðu hafið andhryðjuverkaaðgerðir þá um morguninn í Jenín og Tulkarem, og að „vopnaðir hryðjuverkamenn“ hefðu verið felldir í þeim, bæði með árásum úr lofti og af landi. Þá fjarlægðu öryggissveitirnar sprengjur af vegum og gerðu mikinn fjölda vopna upptækan.

Síðar var staðfest að aðgerðir hersins hefðu einnig náð til flóttamannabúða í borgunum Nablus og Tubas, og var umferð takmörkuð til og frá borgunum

...