Verðlaunahafi Salman Rushdie þykir táknmynd hugrekkis.
Verðlaunahafi Salman Rushdie þykir táknmynd hugrekkis.

Rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár, en þau verða afhent í fjórða skipti föstudaginn 13. september. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar.

Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september. Venju samkvæmt mun forsætisráðherra afhenda Rushdie verðlaunin, sem eru peningaverðlaun að upphæð 15.000 evrur eða um 2,3 milljónir íslenskra króna. Halla Oddný Magnúsdóttir og Halldór Guðmundsson munu svo leiða samræður við Rushdie á sviði eftir afhendinguna. Dagskráin hefst kl. 17.30 og er öllum opin. Miða má nálgast á tix.is en ekki þarf að greiða aðgangseyri.

Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars að skáldsögur Salmans Rushdies séu heillandi, heimspekilegar og upplýsandi sögur fyrir lesendur sem eru tilbúnir að uppgötva nýja heima. Fyrir lesendur um heim allan hafi ímyndin um Rushdie, sem í meira en þrjátíu

...